Search
Forseti Íslands hefur sterka rödd í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Nýtum hana í þágu sameinandi málefna. Baldur Þórhallsson, forsetaframboð 2024. baldurogfelix.is

Nýtum rödd forseta

Það er óumdeilt að Forseti Íslands hefur sterka rödd í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Við viljum nýta hana í þágu sameinandi málefna sem forseti forgangsraðar og tileinkar sér sérstaklega.

Vigdís Finnbogadóttir gerðist verndari íslenskunnar og beindi athygli okkar að náttúruvernd og hag barna, og var þar langt á undan sinni samtíð. Guðni Th. Jóhannesson hefur gert þetta með því að setja lýðheilsumál á oddinn og vinna að velferð allra í samfélaginu á sinn einstaka og einlæga hátt. Þannig getur forseti nýtt það vald sem embættinu fylgir til að varða veginn í átt að bættum heimi.​

Að okkar mati á forseti nú að leggja áherslu á mannréttindi allra samborgara sinna, taka sér stöðu þétt við bakið á þeim sem hafa átt erfitt uppdráttar í íslensku samfélagi og leggja áherslu á málefni barna og ungmenna.

Þetta eru allt málefni sem eru okkur Felix hugleikin og við höfum unnið að og snerta okkur fjölskylduna.

Mikilvægt er að valdefla börn, ungmenni, foreldra og fagfólk. Valdeflingin þarf að snúa að því að öll börn fái notið hæfileika sinna og þeirra tækifæra og lífsgæða sem bjóðast á hverjum tíma. Okkur var brugðið þegar við lásum um það í fjölmiðlum að aðeins 4% fatlaðra barna tæki þátt í skipulögðu íþróttastarfi hér á Íslandi og við vitum að tekjur og bakgrunnur foreldra hafa sömuleiðis sitt að segja þegar kemur að virkri þátttöku barna í samfélaginu.

Þarna verðum við að gera betur.

Annað áhyggjuefni er vanlíðan meðal ungmenna. Við viljum taka þátt í að vinna bug á vanlíðan sem þarf svo sannarlega ekki að vera til staðar. Við teljum að það fari vel á því að forseti taki frumkvæði í því að leiða saman hina ýmsu ólíku hópa sem vinna að hagsæld barna og ungmenna.

Og það er ekki síst Felix sem vill nýta Bessastaðastofu í þágu barna og ungmenna.

FLEIRI MÁLEFNI

Forseti Íslands hefur sterka rödd í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Nýtum hana í þágu sameinandi málefna. Baldur Þórhallsson, forsetaframboð 2024. baldurogfelix.is
Baldur Þórhallsson, forsetaframboð 2024. Hagsmunir þjóðarinnar í samvinnu forseta og stjórnvalda. baldurogfelix.is
Forseti er verndari samfélagssáttmálans. Málefni. Baldur Þórhallsson, forseti. baldurogfelix.is
Forsetakosningar 2024. Framboð Baldurs Þórhallssonar kynnt. Málefnin, framtíðin, nútíð. Vinnum saman. Baldur og Felix Bergsson. baldurogfelix.is