Search
Baldur Þórhallsson, forsetaframboð 2024. Hagsmunir þjóðarinnar í samvinnu forseta og stjórnvalda. baldurogfelix.is

Forseti talar máli þjóðarinnar á erlendri grundu

Mikilvægt er að forseti tali máli þjóðarinnar á erlendri grundu. Forseti verður að leggjast á árar með stjórnvöldum og standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar í alþjóðasamfélaginu. Forseti getur opnað margar dyr erlendis, bæði fyrir stjórnvöld og fólkið í landinu.

Við eigum að nýta forsetaembættið til að að opna dyr og leiða fólk saman. Rétt eins og Ólafur Ragnar Grímsson hefur gert með glæsilegum hætti í málefnum norðurslóða.

Forseti á undantekningarlaust að tala fyrir friðsamlegri lausn deilumála og grunnstefið í málflutningi hans á ætíð að vera að tala fyrir friði.

Ég hef eitt starfsævinni, meira en 30 árum, í rannsóknir á því hvernig smáríki geti tryggt hagsmuni sína sem best og haft áhrif til góðs í samfélagi þjóða. Það felast nefnilega tækifæri í smæðinni og staðsetningunni, eins og Íslendingar hafa áður sýnt. Ég kom strax heim eftir háskólanám því mig langaði að leggja mitt af mörkum við að byggja upp íslenskt samfélag og fjalla um möguleika Íslands til að láta til sín taka í alþjóðasamfélaginu.

En til að ná árangri erlendis fer best á því að við beitum tilteknum aðferðum sem smáríki eins og hin Norðurlöndin hafa beitt með góðum árangri. Við þurfum að forgangsraða hvaða málum við viljum helst vinna að en mikilvægast af öllu er að byrja á því að vinna heimavinnuna!

Við eigum að byrja á því að ná árangri hér heima fyrir, til dæmis í málefnum barna og ungmenna, styrkja stöðu kvenna enn frekar og standa fremst meðal þjóða í mannréttindamálum almennt. Slíkur árangur skapar okkur virðingu og sess í alþjóðasamfélaginu og verður til þess að á okkur er hlustað.

Við smíðum kannski ekki ísbrjóta eins og stórþjóðirnar sem kljúfa ísbreiðurnar fyrir norðan okkur. En ef við höfum vilja, kjark og þor til að láta í okkur heyra, og ef við vinnum heimavinnuna okkar vel og vandlega, þá getum við verið ísbrjótur í þeim málaflokkum sem við kjósum að leggja áherslu á, hér heima og að heiman.

FLEIRI MÁLEFNI

Forseti Íslands hefur sterka rödd í íslenskri þjóðfélagsumræðu. Nýtum hana í þágu sameinandi málefna. Baldur Þórhallsson, forsetaframboð 2024. baldurogfelix.is
Baldur Þórhallsson, forsetaframboð 2024. Hagsmunir þjóðarinnar í samvinnu forseta og stjórnvalda. baldurogfelix.is
Forseti er verndari samfélagssáttmálans. Málefni. Baldur Þórhallsson, forseti. baldurogfelix.is
Forsetakosningar 2024. Framboð Baldurs Þórhallssonar kynnt. Málefnin, framtíðin, nútíð. Vinnum saman. Baldur og Felix Bergsson. baldurogfelix.is