Search

ATKVÆÐAGREIÐSLA UTAN KJÖRFUNDAR OPNAÐI 3. MAÍ, 2024

Kosning á Íslandi – sýslumaður

Á höfuðborgarsvæðinu fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla að þessu sinni fram í HOLTAGÖRÐUM.

Kjósendur á Íslandi geta kosið hjá sýslumönnum og í sumum sveitarfélögum.

Sjáðu nánari upplýsingar um staðsetningu utankjörfundaratkvæðagreiðslu.

Kosning erlendis

Hafðu samband við sendiráð eða ræðismann í landinu sem þú ert í til að vita hvar og hvenær er hægt að kjósa. Oftast þarf að panta tíma. Sýna þarf skilríki, til dæmis ökuskírteini eða vegabréf, þegar kosið er.
Ef þú ert í vafa um hvar og hvernig eigi að kjósa erlendis er best að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í gegnum hjalp@utn.is eða í síma +354 5459900.

Smelltu á hnappinn og sjáðu lista íslenskra sendiráða og ræðismanna.

SJÁÐU HVERNIG ÞÚ KÝST UTANKJÖRFUNDAR

HVAÐ GERIST?

Kjósandi gerir grein fyrri sér með skilríkjum eða á annan fullnægjandi hátt á kjörstað og fær afhent:

  • kjörseðil
  • umslag utan um kjörseðilinn
  • fylgibréf með kjörseðlinum
  • annað umslag fyrir póstsendingu

Kjörseðill við kosningu utan kjörfundar er auður, á honum eru ekki nöfn frambjóðenda. Kjósandi skrifar eða stimplar nafn þess forsetaframbjóðanda sem hann vill kjósa á seðilinn. Og ekkert annað. Ekkert X. Þá verður atkvæðið þitt ógilt.

Fylgibréfið með kjörseðlinum, þar sem fram koma upplýsingar um kjósandann og hvert atkvæðið á að berast, þarf að vera undirritað af kjósanda og kjörstjóra.

Kjósandi ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað. Hægt er að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Fram að kjördegi er kjörstjóra skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.

Kjósandi sem greiðir atkvæði hjá sýslumanni í umdæmi þar sem hann er á kjörskrá getur sett bréfið í atkvæðakassa þar.