Baldur býður heilbrigðisstarfsfólki til samtals. Fimmtudagur 23. maí.
Baldur býður heilbrigðisstarfsfólki til samtals á kosningamiðstöðinni, Grensásvegi 16, fimmtudaginn 23. maí kl. 17:30 – 18:30 Boðið verður upp á kaffi og kökur. Hlökkum til að sjá ykkur!
Baldur býður viðbragðsaðilum til samtals um öryggis og varnarmál. Miðvikudagur 22. maí.
Baldur býður viðbragðsaðilum til samtals um öryggis og varnarmál á kosningamiðstöðinni, Grensásvegi 16, miðvikudaginn 22. maí, kl. 17.30 – 18.30. Boðið verður upp á kaffi og kökur. Lögreglan, slökkvilið, björgunarsveitir, slysavarnafélög og skátar hjartanlega velkomin, sem og aðrir viðbragðsaðilar. Hlökkum til að sjá ykkur!
Baldur býður kennurum til samtals um börn og unglinga. Þriðjudagur 21. maí.
Baldur býður kennurum til samtals um málefni barna og ungmenna á kosningamiðstöðinni, Grensásvegi 16, þriðjudaginn 21. maí, kl. 17:30 – 18:30 Boðið verður upp á kaffi og kökur. Leikskólakennarar, grunnskólakennarar, framhaldsskólakennarar og háskólakennarar hjartanlega velkomnir, sem og aðrir sem kenna börnum og ungmennum. Hlökkum til að sjá ykkur!
Má bjóða þér í kaffi? Sunnudagur 19. maí. Reykjavík
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi og Felix Bergsson, taka á móti ykkur í kosningamiðstöðinni, Grensásvegi 16, sunnudaginn 19. maí. Endilega lítið við á milli kl. 13:00 og 15:00. Hver veit hvað margar vöfflur verða á borðum? Verið öll hjartanlega velkomin.
Laugardagur 18. maí. Súpufundur í Stykkishólmi.
Kæru íbúar Stykkishólms og nágrennis! Ykkur er boðið á súpufund með Baldri kl. 19:00, laugardaginn 18. maí. Höfðaborg er glæný öldrunarmiðstöð, sem og þjónustu- og félagsmiðstöð, í Stykkishólmi. Mér þætti vænt um að sjá ykkur sem flest. Vinnum saman!
Laugardagur 18. maí. Vöfflukaffi með Baldri í Grundarfirði
Kæru Grundfirðingar! Ykkur er boðið í vöfflukaffi með Baldri kl. 16:00 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði, Grundargötu 35. Það er laugardaginn 18. maí. Mér þætti vænt um að sjá ykkur sem flest.
Föstudagur 17. maí. Baldur býður ungu fólki til samtals og í pöbbquiz
Baldur býður ungu fólki til samtals föstudaginn 17. maí á kosningamiðstöð sinni Grensásvegi 16. Föstudaginn 17. maí, kl. 18:00-22:00. Baldur svarar spurningum fundargesta og að því loknu verður boðið upp á pizzu, pöbbquiz og með því!
Sunnudagur 12. maí. Netfundur, Íslendingar erlendis.
Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, verður í beinu streymi sunnudaginn 12. maí kl. 15:00 að íslenskum tíma. Þar mun Baldur svara spurningum þeirra fjölda Íslendinga sem búsettir eru erlendis. Hægt verður að senda inn spurningar á streyminu sjálfu en auk þess verður hægt að senda inn fyrirspurnir fyrirfram með því að senda tölvupóst á postur@baldurogfelix.is. Tölum saman, […]
Sunnudagur 12. maí. Reykjavík
Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi og Felix Bergsson, taka á móti ykkur í kosningamiðstöðinni, Grensásvegi 16, sunnudaginn 12. maí. Endilega lítið við á milli kl. 13:00 og 14:00. Hver veit hvað margar vöfflur verða á borðum? Sjáumst.
Laugardagur 11. maí. Vestmannaeyjar
Kæru íbúar íbúar Vestmannaeyja. Ykkur er öllum boðið, laugardaginn 11. maí, á súpufund með Baldri og Felix kl. 12:00. Staðurinn er Einsi Kaldi, á jarðhæð Hótel Vestmannaeyja. Matreiðslumaðurinn Einar Björn Árnason (Einsi kaldi) og starfsfólk hans hafa getið sér gott orð fyrir snilli sína í matargerð og fyrir að veita góða þjónustu. Sem sagt veisla […]