Search
Baldur Þórhallsson, framboð forseti Íslands 2024. baldurogfelix.is

Þriðjudagur 28. maí. Kosningamiðstöð frá kl. 11:00

Finnst þér gaman að vinna saman að góðu verkefni? Þá er af nægu að taka á Grensásvegi 16, Reykjavík. Í kosningamiðstöðinni er mæting alla daga frá kl. 11:00.
Vöffluuppskriftin, sem Baldur segir að fylgi hlýja og kærleikur frá ömmu hans – er hernaðarleyndarmál, en það er ekkert leyndarmál að það er alltaf heitt á könnunni og allskonar með fyrir ykkur, sem leggið baráttunni lið. Það vinnur enginn vel á tóman maga.

Ef þú getur ekki komið á Grensásveginn er ekkert því til fyrirstöðu að þú skapir þinn eigin úthringihóp. Hafðu samband við okkur á postur@baldurogfelix.is og við aðstoðum þig og þína.

Brjótum glerþakið!