Search

Styrkja framboðið

Vertu með okkur í liði og styrku framboð Baldurs Þórhallsson til forseta Íslands.

Að kosningabaráttu Baldurs stendur fjöldi sjálfboðaliða og ekkert af þessu væri hægt án stuðningsfólks um allt land sem trúir á þau gildi sem Baldur stendur fyrir og þá sýn sem hann hefur á embættið og okkar sameiginlegu framtíð.

Kosningabaráttunni fylgir óhjákvæmilega töluverður kostnaður, meðal annars við auglýsingar og ferðalög um landið til að tryggja að allir landsmenn fái að kynnast Baldri, áhersluatriðum hans og reynslu og hvernig hann sér fyrir sér að nýta forsetaembættið þjóðinni til heilla.

Því leitum við nú eftir fjárframlögum frá þeim sem aflögufærir eru og geta og vilja leggja hönd á plóg með Baldri. Þau fjárframlög munu mæta kostnaði við rekstur kosningabaráttunnar um land allt.

Ekkert framlag er of lítið, og allt kemur að góðu gagni.

Ef þú vilt vera hluti af þessum hópi og styrkja framboð Baldurs fjárhagslega þá bendum við á bankaupplýsingar hér að neðan.

 

Styrkir og framlög til framboðsins falla undir lög nr. 162/2006 .
Hámark frá fyrirtækjum er kr. 400.000
Hámark frá einstaklingum er kr. 400.000
Einstaklingar sem gefa upphæð undir 300.000 kr þarf ekki að nafngreina
Ávallt þarf að nafngreina framlög frá fyrirtækjum, hver sem upphæðin er.

Við þekkjum það úr Íslandssögunni, að við náum alltaf mestum árangri þegar við vinnum saman!